fimmtudagur, ágúst 31, 2006

GSM símar og hórdómur.

Lífið gengur, eins og venjulega.
Síðan ég kom heim hefur heimsóknum á síðuna fækkað og það er ég ekki mjög sáttur við.
Ég veit að það er ógeðslega exótískt að lesa blog hjá íslenskum unglingi stöddum í Hong Kong en Ísland getur líka verið áhugavert. Ég hef að vísu gert margar tilraunir til að blogga þar sem ég enda með að eyða færslunni áður en ég sendi hana inn á síðuna sem segir að það sé smá minna að gerast hjá mér, ég túlkaða allavega þannig.
Mér fannst geggjað gaman að slúðra um fjölskylduna mína úti en það gengur bara ekkert hérna heima því að þetta er alvöru fjölskyldan mín og ég ætla varla að fara að skrifa um að ég hafi gengið inn á pabba minn á fíla g-streng eða í latex búning, það gengur einfaldlega ekki.
Kannski ætti ég bara að búa til blog á kínversku sem enginn á Íslandi getur lesið og fjallað um ykkur, kæru lesendur. Það væri geggjuð hugmynd.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Laugarinn

Daníel er byrjaður að keyra.
Í kvöld tók ég laugarann og meira flipp með stjúpmóður minni Auði.
Ég var svoldið stressaður áður en ég byrjaði því ég var alveg bókaður á því að ég kynni þetta ekkert lengur, náttúrulega ekkert búinn að keyra í heilt ár(svo hafði ég bara verið með bílprófið í ca. tvær vikur áður en ég fór til Hong Kong) en ég klárlega massaði þetta og gerði engin stór mistök(fyririr utan óhappið með gömlu konuna).
Alltaf gaman að keyra, börnin góð. Þetta var klárlega ekki síðasti túrinn minn og ég efast ekki að það komi fleiri sögur um þá, ekki mjög jákvæðar samt...

Helgin er byrjuð og fólk er jafnvel byrjað að hella í sig öli er ég skrifa þessi orð.
Drekkið ekki of mikið og lifið heil!

e.s. Ég heyrði æðislegt orð í dag. Manndómur. Geggjað.

Laugarinn

Daníel er byrjaður að keyra.
Í kvöld tók ég laugarann og meira flipp með stjúpmóður minni Auði.
Ég var svoldið stressaður áður en ég byrjaði því ég var alveg bókaður á því að ég kynni þetta ekkert lengur, náttúrulega ekkert búinn að keyra í heilt ár(svo hafði ég bara verið með bílprófið í ca. tvær vikur áður en ég fór til Hong Kong) en ég klárlega massaði þetta og gerði engin stór mistök(fyririr utan óhappið með gömlu konuna).
Alltaf gaman að keyra, börnin góð. Þetta var klárlega ekki síðasti túrinn minn og ég efast ekki að það komi fleiri sögur um þá, ekki mjög jákvæðar samt...

Helgin er byrjuð og fólk er jafnvel byrjað að hella í sig öli er ég skrifa þessi orð.
Drekkið ekki of mikið og lifið heil!

e.s. Ég heyrði æðislegt orð í dag. Manndómur. Geggjað.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Hvað er ég að gera?

Skólinn er byrjaður og lífið er að færast í samt horf, ég er nánast alveg kominn heim.
MH er fínasti skóli og ég er búinn að kynnast bönsj af svölu liði, góð hugmynd að skipta.
Það besta við MH er gamla ritvélin sem er á leikfélagsborðinu í norðurkjallarla.
Ég eyði frítímanum mínum í að skrifa sögur um hvernig var í Hong Kong og nýja drykkinn sem ég fann upp, eplasvala blandað út í gin og tonic.

Um daginn var svaka garðveisla hjá okkur þar sem allir ættingjar gamla fólksins í húsinu komu í heimsókn og drukku sig full með mér, æði.
Svo var annað partí daginn áður, sushi-partí. Þá kom eitthvað gengi heim til mín og borðaði allt góða sushi-ið sem ég og fjölskyldumeðlimir mínir höfðu búið til.
Ég spilaði mjög stóra rullu í sushi-gerðinni en ég var gæjinn sem stóð fyrir aftan og veitti andlegan stuðning og slúðraði.

Menntaskólarnir að hefjast. Böll að byrja. Kanarnir að fara úr landi. Ísrael að varpa eldflaugum. Daníel í tölvunni.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

D for Daníel

Núna er nýtt tímabil í minni bloggsögu hafið, Íslandstímabilið.
Það er kannski ekki mikið góðar sögur héðan en ég skal reyna koma með einhvern góðan pakka reglulega. Því miður ætla ég ekki að koma með slúður um fjölskyldumeðlimi mína þar sem í þetta skiptið eru þetta varanlegir fjölskyldumeðlimir og vinir.
Við sjáum hvað gerist. Ekki hætta að lesa.

mánudagur, ágúst 07, 2006

Kominn heim

Jaejja, tha er skiptinema-arinu minu i Hong Kong lokid og eg er kominn aftur heim a klakann.
Arid var alveg aedislega gott og leid mjog hratt, eg er strax kominn til baka.
Eg fekk ad ferdast um morg lond i Asiu og upplifa nyja menningu og allt thetta sjit...
Thad er gaman ad vera kominn heim til ad geta hitt gamla vini og kunningja.

Ef thu ert ekki buinn ad hitta mig tha sjaumst vid bara fljotelega!