miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Lýsi og sorg

Fékk mér lýsi áðan. Á flöskunni stóð að það væri líka sítrónubragð af því, lygi!
Ég sullaði líka smá á höndina mína og núna sit ég fastur með þennan óþvera í langan tíma.
Ég er búinn að þvo mér tvisvar um hendur með sápu en það gerði ekkert gagn og ef ég reyni aftur fæ ég handaþurk, sápa fer illa með mig og ég fíla ekki handaáburð.
Ojj.

Ég fór í sturtu áðan. Alltaf þegar ég er í sturtu þá hlusta ég líka á útvarpið. Stöðin sem varð fyrir valinu í þetta skiptið var FM95,7 og þátturinn kósý. Að hlusta á hugljúf lög í sturtu er mega, mega mega. Fólk getur hringt inn í þáttinn og beðið um óskalag, sem einhver gæji einmitt gerði.
Maður fékk ekki að heyra í honum en þáttastjórnandinn sagði að ungur töffari hafði hringt í sig með sérstök skilaboð og óskalag.
Skilaboðin voru til allra einhleypu strákanna og stelpnanna þarna úti(s.s. á Íslandi), þau áttu ekki að missa vonina. Þar sem ég er ekki á föstu tók ég þetta auðvitað til mín og veit núna að ég má ekki missa vonina, sem ég mun ekki gera, þökk sé leyni-töffaranum sem bað um óskalag.
Ég hefði látið þetta sem vind um eyru þjóta ef hann hefði beðið um eitthvað annað lag en hann gerði, öll önnur lög en hann valdi. Celine Dion - All By Myself.
Þessi ungi töffari sem situr heima í ástarsorg fór líklegast að gráta þegar lagið hans kom, þetta var einum of hjartnæmt. Greyið mitt...

Takk fyrir að gefa mér vonina aftur.