Já, jólin eru að koma og það fer að vera kominn tími á að skila inn óskalistum.
Hvaða betri miðil en blogsíðu getur maður notað í að flagga því hvað manni langar alveg ógeðslega mikið til að eiga en tímir ekki eða getur ekki keypt sjálfur, engan.
Mig langar í: Rauða skyrtu, brúna skyrtu, Nintendo Wii, jakka og pening. Ég fæ Nintendo Wii aldrei gefins frá forledrum mínum þannig að ég er eiginlega að vonast til þess að þið, lesendur kærir, leggið í púkk og kaupið handa mér eitt stykki Nintendo Wii.
Þetta er mikið til að ætlast af ykkur, það veit ég vel en ef þið getið gert þetta fyrir mig þá megið til spila eins mikið og ykkur listir til. Ef allir leggja ca. 1000kr þá er þetta ekkert mál.
Aðgangur að Nintendo Wii tölvu og séns á að hanga heima hjá mér geðveikt mikið! Þetta allt fyrir ekki nema eitt þúsund krónur, fullt af fólki keypti einhver rauð trúðanef úr plasti á 500kr og fannst það vera góð fjárfesting, berið þessar tvær saman og þið vitið hvað er rétt.
Takk fyrir,
Daníel Tryggvi Thors
rauðu nefin voru til styrktar fátækum börnum í bágbornari löndum en okkar.. þau eru ánægð með að fá eina skeið af graut.. fuss
SvaraEyðaætla að gefa þér notaðan sokk!
;)
Viltu ekki frekar eyða peningnum þínum og tíma í eitthvað skemmtilegt, eins og Nintendo Wii(sem þú færð að spila eins og þú vilt) handa mér?
SvaraEyðaÉg skal gefa þér fróðleiksmola. Hann er svona:
SvaraEyðaTungan er úr rákóttum vöðva með festu á tveimur stöðum. Hún er alsett bragðlaukum sem nema mismunandi sameindir í fæðu og senda um það boð til miðtaugakerfis.
Núna er fróðleiksmolinn búinn. Fyrir þúsund krónur geturðu gert margt skemmtilegra en að spila tölvuspil.
Ég hefði sagt, "Jei, Elísabet er fyndin" ef þú hefðir ekki farið að skíta yfir tölvuspil. Þetta er geggjuð hugmynd Danni, hugmynd sem kemur vel til greina. Gangi þér vel
SvaraEyðaDanni þú myndir aldrei leyfa fólki að spila hvenær sem er.
SvaraEyðaErtu í alvöru að segja mér að ef ég kæmi heim til þín lyktandi eins og blautur hundur sem er búinn að reykja allt of mikið af sígarettum að þú myndir hleypa mér inn um miðja nótt í Nintendo?
Ég skal íhuga þetta ef ég má koma HVENÆR sem er.