Maður finnur sér svo mikinn tíma til að blogga akkúrat þegar maður er í prófum.
Þið megið ekki gleyma, þrátt fyrir mikinn próflestur, að jólagjöfin í ár er Nintendo Wii.
Ég er búinn að fara í tvö próf og hefur gengið príðilega í þeim báðum, á morgun er spænska og ég hef ekki hugmynd um hvort saco verði notable, sjáum bara til. Eftir prófið á morgun fer ég í frí fram á næsta mánudag, frí sem ég ætla mér að nota í lærdóm en veit vel að mér mun ekki takast það, húrra fyrir mér.
Vildi að ég gæti bara massað öll prófin í einni viku og klárað þetta.
Ég er búinn að komast að því að það er ekkert gott að vera í fáum prófum. Ef maður tekur langt prófatörn með mörgum prófum, eins og MR-ingarnir gera, þá líður manni mjög vel eftir að törninni er lokið - ef maður var duglegur.
Í MH er ég latur og mér gengur samt ágætlega og það veitir ekki mikla hamingju, ætla að vera duglegur á næstu önn(sama plan og ég geri alltaf) og ganga ofsalega vel!
Líka annað gott við prófin er að maður skipuleggur alltaf eitthvað svakalega sveitt eftir að þeim er lokið t.d. að fara út í Heiðmörk að spila lúdó.
Gangi ykkur vel að læra og munið eftir 1000krónunum næst þegar þið eruð að fara að hitta mig, vill vera kominn með Nintendo Wii-ið mitt fyrir jól!
lúdó er ekkert rosalega sveitt
SvaraEyðaDanni, diplomacy, við verðum að spila diplomacy eftir prófin!!!
SvaraEyðaSvo fékk pabbi líka gefins spil sem heitir Stjórinn og er eins konar Championship manager í borðspilaformi, freikar sveitt sko, við verðum líka að spila það...
Maggi, ég og þú, næsta sunnudag að spila "Stjórnin."
SvaraEyðaAldrei aftur Munchins.
SvaraEyðaÞað er hins vegar sveitt frekja að krefjast þess að vera kominn með jólagjafir í hendurnar fyrir jólin.
SvaraEyðaÉg er sammála síðasta ræðumanni. Eitthvað hefur vantað í uppeldið hjá þér. Þess vegna ætla ég ekki að taka þátt í þessu tölvuspili. Þú getur bara farið út í skottaleikinn. Hann er skemmtilegur.
SvaraEyða