Þessi gömlu lög sem maður elskaði fyrir nokkrum árum en var búinn að gleyma. Það að finna þau aftur er geðveikt. Í þessu tilfelli er það Don Mclean - Vincent og var uppáhálds lagið mitt lengi vel en féll svo í skugga nýrri og hressari laga.
Í kvöld er "the crazy hair-due party," við sjáum hvernig það fer. Satt að segja er ég svoldið smeikur við þetta partí þar sem það eru svo margir á leiðinni. Svo margir sem ekki er hægt að hafna en eru á gráu svæði á gestalistanum. Þetta verður örugglega stærra en kveðjupartíið mitt áður en ég fór út sem skiptinemi, ef þið munið ennþá eftir því.
Hvort sem það koma margir eður ei þá er ég kominn með hreint út sagt æðislegan búning, eða það finnst mér allavega, trailer trash átfitt.
Lagningadagar byrja í næstu viku og erum við Krissi Skúli komnir með ágætis námskeið fyrir þá.
Pælingin er að kenna mismunandi te-drykkju siði og mun ég vera málsvari austurlanda en krissi Englands. Svo eftir að hafa kennt öllum að drekka te förum við að vera geðveikt hressir á árshátíð nfmh. Svo bráðlega bara sumarfrí og svona...