Í dag var mesti klaufadagur í heimi, ég er búinn að gera öll klaufamistök sem eru til í bókinni.
T.d. skaut ég tappanum á kókflöskunni minni undir ísvél í einni Snælands sjoppu þegar ég var að reyna að loka henni, var geðveikt asnalegt.
Ég er að vísu ekki búinn að gera nein stór mistök en það var bara vegna þess að ég áttaði mig á því að þetta væri klaufadagur og kom mér úr leið tækifæra til að klúðra stórt.
Ef ég hefði spilað fótbolta hefði ég verið lang markahæstur en liðið mitt hefði samt ekki fengið nein stig o.s.f.
Það koma nokkrir svona dagar inn á milli, vona að þetta verði farið fyrir busaballið.
Ég heyrði mjög skemmtilegt hljóðbrot á síðunni 69.is og ætla ég að deila því með ykkur hérna.
Gunnar í krossinum er ýkt svalur gæji.
Vona að næstu dagar verði betri en í dag, læt ykkur vita.
Ég deletaði öllum gömlum kommentum þegar ég setti inn nýja lúkkið, helvítis. En jæjja, þá byrja ég bara nýtt tímabil í kommentkerfinu á síðunni minni.
SvaraEyðaHæ.
Hæ
SvaraEyða