fimmtudagur, september 07, 2006

Dagurinn eftir ball.

Ég elska þessa daga og hata.
Við fengum frí í fyrstu tvemur tímunum í dag en ég skrópaði líka í þeim þriðja, ég einfaldlega meikaði það ekki að fara fram úr og í strætó. Ég var svo myglaður að það hálfa væri nóg og ég var ekki beint sá hressasti. Í hverjum tíma grúfði fram á borðið mitt á meðan kennararnir reyndu að kenna mér allt um lífið og tilveruna, þessi skóladagur hafði s.s. ekki mjög mikið námslegt gildi. Lang mesti hluti dagsins var í þessum dúr og ég skemmti mér ekki mjög mikið en þegar ég slapp út úr skólastofunum þá byrjaði ballið.
Allt þetta slúður er svo yndislegt. Hver svaf hjá hverjum? Hver var að kyssa hvern?
Fyrsta MH ballið mitt var geggjað.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus7:11 e.h.

    en afhverju ekki að mæta síðan á MR ballið?

    SvaraEyða
  2. Því ég var alveg búinn á því. Ég hefði verið ömurlegur á ballinu.
    Ég var búinn að bursta tennur klukkan 9...

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:31 e.h.

    uhm, mér þykir leitt að segja þér en það var bara frí í fyrsta tíma, þannig að þú skrópaðir í tveimur.

    SvaraEyða