Önnur helgi komin, fullt að gerast. Gaman gaman.
Í kvöld er stórfélagsferð MH og ferðinni er heitið út í Hvalfjörð í eitthvað hús sem ég veit ekkert hvað heitir. Þetta verður mega party, það er ég viss um en einhvernmegin nenni ég ekki alveg að fara í kvöld, langar frekar að hanga í bænum og gera eitthvað skemmtilegt. Að vísu er aðeins of seint fyrir mig að hætta við svo að ég fer bara og skemmti mér konunglega, klára bara önnur málefni innan borgarmarkanna seinna.
Það er Japani fluttur inn til okkar og mun búa hjá okkur í tvær vikur. Þessi knái Japani heitir Tomohiro(geggjað að öskra það, prufið) og segir mest lítið.
Ég bauð nokkrum vinum heim í gær að horfa á Fight Club og tók Tomohiro auðvitað með mér í það. Hann settist niður í sófann áður en að myndin byrjaði og kom sér vel fyrir, beinn í baki með hendur niður með síðum(geggjað stífur eitthvað). Ég ákvað að vera góður gestgjafi og gefa honum eitthvað að drekka fyrir myndina. Ég þuldi upp það sem var til en hann afþakkaði alltaf en ég gafst samt ekki upp, var viss um að hann vildi eitthvað. Að lokum gafst hann upp og stamaði að honum langaði í vatn, ég vissi það!
Svo líða stundir(svona 5mín :] ) og myndin hefst. Tomohiro sat sem stífastur og hreyfði mest lítið við vatninu sínu, hefur líklegast haldið að hann væri að trufla ef hann tæki sopa.
Við gerðum enga pásu á glápinu en spjölluðum aðeins á meðan myndinni stóð.
Ca. 2 tvem klukkustundum seinna kláraðist myndin og við stóðum öll upp. Þá spurði ég Tomohiro hvernig hann hafði fílað myndina og hann fór næstum yfir um. Hann lét eins og þetta hafði verið besta mynd sem hann hafði nokkurntíman séð og ég var bara nokkuð sáttur við það en þegar ég var að skutla strákunum heim komu upp nokkrar spurningar.
Fílaði gæjinn í alvöru myndina eða var hann bara að vera kurteis? Við komumst að því að hann hafi setið í gegnum 2klst af þjáningu og ekki þorað að labba í burtu, það er dónalegt að fíla ekki myndir í annars manns húsi.
Bældu Japanir.
ég held þeir hafi ekkert skilið Ron Jeremy djókið...
SvaraEyða