Mér finnst alltaf jafn gaman að segja sögur frá því þegar ég var í Hong Kong.
Það verður aldrei þreytt að segja skandal-samar sögur frá því ég gerði einhverja skandala í Hong Kong. Ef þið hafið áhuga á að lesa um það sem ég lenti í getiði flett í gegnum liðna mánuði hérna frá mér, algjör fornaldarfrægð. Mér þykir líka alveg geðveikt þegar ég frétti af fólki sem ég þekki ekkert svo mikið lengur er búið að lesa bloggið mitt og segja sögur um mig, það er MEGA!
Ég ætla að leggja mig allan fram við að lifa jafn skandal-sömu lífi og ég lifði úti, það var geðveikt gaman.
Ég skal alveg tileinka næstu nokkrum djömmum í að segja skemmtilegar sögur og þið verðið bara að vera á staðnum til að heyra allt þetta kræfa sjitt sem kom aldrei á blogginu, Daníel unsencored!
Núna er ég kominn í frí fram á næsta miðvikudag svo að ég mun eyða öllum næstu dögum í eitthvað rugl, verður mega. Ýkt mega geggjað. Sjáumst þá.
föstudagur, október 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli