Maður finnur sér svo mikinn tíma til að blogga akkúrat þegar maður er í prófum.
Þið megið ekki gleyma, þrátt fyrir mikinn próflestur, að jólagjöfin í ár er Nintendo Wii.
Ég er búinn að fara í tvö próf og hefur gengið príðilega í þeim báðum, á morgun er spænska og ég hef ekki hugmynd um hvort saco verði notable, sjáum bara til. Eftir prófið á morgun fer ég í frí fram á næsta mánudag, frí sem ég ætla mér að nota í lærdóm en veit vel að mér mun ekki takast það, húrra fyrir mér.
Vildi að ég gæti bara massað öll prófin í einni viku og klárað þetta.
Ég er búinn að komast að því að það er ekkert gott að vera í fáum prófum. Ef maður tekur langt prófatörn með mörgum prófum, eins og MR-ingarnir gera, þá líður manni mjög vel eftir að törninni er lokið - ef maður var duglegur.
Í MH er ég latur og mér gengur samt ágætlega og það veitir ekki mikla hamingju, ætla að vera duglegur á næstu önn(sama plan og ég geri alltaf) og ganga ofsalega vel!
Líka annað gott við prófin er að maður skipuleggur alltaf eitthvað svakalega sveitt eftir að þeim er lokið t.d. að fara út í Heiðmörk að spila lúdó.
Gangi ykkur vel að læra og munið eftir 1000krónunum næst þegar þið eruð að fara að hitta mig, vill vera kominn með Nintendo Wii-ið mitt fyrir jól!
þriðjudagur, desember 05, 2006
mánudagur, desember 04, 2006
Mín eina ósk
Já, jólin eru að koma og það fer að vera kominn tími á að skila inn óskalistum.
Hvaða betri miðil en blogsíðu getur maður notað í að flagga því hvað manni langar alveg ógeðslega mikið til að eiga en tímir ekki eða getur ekki keypt sjálfur, engan.
Mig langar í: Rauða skyrtu, brúna skyrtu, Nintendo Wii, jakka og pening. Ég fæ Nintendo Wii aldrei gefins frá forledrum mínum þannig að ég er eiginlega að vonast til þess að þið, lesendur kærir, leggið í púkk og kaupið handa mér eitt stykki Nintendo Wii.
Þetta er mikið til að ætlast af ykkur, það veit ég vel en ef þið getið gert þetta fyrir mig þá megið til spila eins mikið og ykkur listir til. Ef allir leggja ca. 1000kr þá er þetta ekkert mál.
Aðgangur að Nintendo Wii tölvu og séns á að hanga heima hjá mér geðveikt mikið! Þetta allt fyrir ekki nema eitt þúsund krónur, fullt af fólki keypti einhver rauð trúðanef úr plasti á 500kr og fannst það vera góð fjárfesting, berið þessar tvær saman og þið vitið hvað er rétt.
Takk fyrir,
Daníel Tryggvi Thors
Hvaða betri miðil en blogsíðu getur maður notað í að flagga því hvað manni langar alveg ógeðslega mikið til að eiga en tímir ekki eða getur ekki keypt sjálfur, engan.
Mig langar í: Rauða skyrtu, brúna skyrtu, Nintendo Wii, jakka og pening. Ég fæ Nintendo Wii aldrei gefins frá forledrum mínum þannig að ég er eiginlega að vonast til þess að þið, lesendur kærir, leggið í púkk og kaupið handa mér eitt stykki Nintendo Wii.
Þetta er mikið til að ætlast af ykkur, það veit ég vel en ef þið getið gert þetta fyrir mig þá megið til spila eins mikið og ykkur listir til. Ef allir leggja ca. 1000kr þá er þetta ekkert mál.
Aðgangur að Nintendo Wii tölvu og séns á að hanga heima hjá mér geðveikt mikið! Þetta allt fyrir ekki nema eitt þúsund krónur, fullt af fólki keypti einhver rauð trúðanef úr plasti á 500kr og fannst það vera góð fjárfesting, berið þessar tvær saman og þið vitið hvað er rétt.
Takk fyrir,
Daníel Tryggvi Thors
Efnisorð:
Capone,
Epli,
geisladiskur,
gjafir,
helliskenningin,
hestvagn,
hollusta,
jól,
kameldýr,
lifandi vísindi,
múrmansk,
óskalisti,
pennaveski,
rautt,
Sri Lanka,
tarantúlla,
vor
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)