laugardagur, febrúar 10, 2007

Starry starry night

Þessi gömlu lög sem maður elskaði fyrir nokkrum árum en var búinn að gleyma. Það að finna þau aftur er geðveikt. Í þessu tilfelli er það Don Mclean - Vincent og var uppáhálds lagið mitt lengi vel en féll svo í skugga nýrri og hressari laga.

Í kvöld er "the crazy hair-due party," við sjáum hvernig það fer. Satt að segja er ég svoldið smeikur við þetta partí þar sem það eru svo margir á leiðinni. Svo margir sem ekki er hægt að hafna en eru á gráu svæði á gestalistanum. Þetta verður örugglega stærra en kveðjupartíið mitt áður en ég fór út sem skiptinemi, ef þið munið ennþá eftir því.
Hvort sem það koma margir eður ei þá er ég kominn með hreint út sagt æðislegan búning, eða það finnst mér allavega, trailer trash átfitt.

Lagningadagar byrja í næstu viku og erum við Krissi Skúli komnir með ágætis námskeið fyrir þá.
Pælingin er að kenna mismunandi te-drykkju siði og mun ég vera málsvari austurlanda en krissi Englands. Svo eftir að hafa kennt öllum að drekka te förum við að vera geðveikt hressir á árshátíð nfmh. Svo bráðlega bara sumarfrí og svona...

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Messías

http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1248859 ... Guð blessi L. Ron Hubbard

laugardagur, janúar 13, 2007

nýtt ár, dauði minn og að fara heim úr partíum

Já, gleðilegt nýtt ár krakkar mínir. Áramótin voru kannski ekki í gær en þetta er það fyrsta sem ég skrifa á nýju ári, sveitt. Ég vona að áramótin hafi verið ykkur afar ljúf og allir hafi farið í mega partí.
Eftir morgunsturtuna mína þurrkaði ég mér og hafði mig til fyrir að takast á við erfiðan laugardag og byrjaði svo að klæða mig í fötin mín. Ég var búinn að klæða mig í allar flíkurnar nema sokkana, ekki mjög eftirtektarvert hjá flestum en í mínu tilfelli eru þessar sokka-í-klæðningar öðruvísi. Ég lyfti einni löppinni upp og reyni að troða sokknum um löppina mína en ég er greinilega með svo lélegt jafnvægi að ég byrja að hoppa um til að detta ekki. Baðherbergið mitt er á tvemur hæðum(aðalbaðherbergið og svo koma tvær tröppur upp á hæð tvö. Einn daginn þegar ég er að hoppa og skoppa inni á baði að reyna að troða mér í helvítis sokkana þá mun ég hoppa einu hoppi of langt í átt að tröppunum og fljúga niður og drepa mig. Þetta er ég viss um.
Elísabet hélt upp á afmælið sitt í gær og það var hið skemmtilegasta teiti en það var einn stór galli, það var í árbænum. Þar sem ég bý í vesturbæ Reykjavíkur þá get ég ekki beint labbað heim á korteri, sérstaklega ekki núna í snjónum þannig að ef mér býðst far heim verð ég helst að taka það.
Mér var að vísu boðið að sofa á sófanum en það hljómaði ekkert svo sveitt.
Ótrúlegt en satt þá var ég kominn heim til mín um tvö leitið, heldur snemmt.
Takk fyrir fínt partí samt sem áður.

Lagið sem ég vil spila í jarðarförinni minni er "Danny Boy" með Johnny Cash.

þriðjudagur, desember 05, 2006

Tengo pene grande

Maður finnur sér svo mikinn tíma til að blogga akkúrat þegar maður er í prófum.
Þið megið ekki gleyma, þrátt fyrir mikinn próflestur, að jólagjöfin í ár er Nintendo Wii.
Ég er búinn að fara í tvö próf og hefur gengið príðilega í þeim báðum, á morgun er spænska og ég hef ekki hugmynd um hvort saco verði notable, sjáum bara til. Eftir prófið á morgun fer ég í frí fram á næsta mánudag, frí sem ég ætla mér að nota í lærdóm en veit vel að mér mun ekki takast það, húrra fyrir mér.
Vildi að ég gæti bara massað öll prófin í einni viku og klárað þetta.
Ég er búinn að komast að því að það er ekkert gott að vera í fáum prófum. Ef maður tekur langt prófatörn með mörgum prófum, eins og MR-ingarnir gera, þá líður manni mjög vel eftir að törninni er lokið - ef maður var duglegur.
Í MH er ég latur og mér gengur samt ágætlega og það veitir ekki mikla hamingju, ætla að vera duglegur á næstu önn(sama plan og ég geri alltaf) og ganga ofsalega vel!
Líka annað gott við prófin er að maður skipuleggur alltaf eitthvað svakalega sveitt eftir að þeim er lokið t.d. að fara út í Heiðmörk að spila lúdó.

Gangi ykkur vel að læra og munið eftir 1000krónunum næst þegar þið eruð að fara að hitta mig, vill vera kominn með Nintendo Wii-ið mitt fyrir jól!

mánudagur, desember 04, 2006

Mín eina ósk

Já, jólin eru að koma og það fer að vera kominn tími á að skila inn óskalistum.
Hvaða betri miðil en blogsíðu getur maður notað í að flagga því hvað manni langar alveg ógeðslega mikið til að eiga en tímir ekki eða getur ekki keypt sjálfur, engan.
Mig langar í: Rauða skyrtu, brúna skyrtu, Nintendo Wii, jakka og pening. Ég fæ Nintendo Wii aldrei gefins frá forledrum mínum þannig að ég er eiginlega að vonast til þess að þið, lesendur kærir, leggið í púkk og kaupið handa mér eitt stykki Nintendo Wii.
Þetta er mikið til að ætlast af ykkur, það veit ég vel en ef þið getið gert þetta fyrir mig þá megið til spila eins mikið og ykkur listir til. Ef allir leggja ca. 1000kr þá er þetta ekkert mál.
Aðgangur að Nintendo Wii tölvu og séns á að hanga heima hjá mér geðveikt mikið! Þetta allt fyrir ekki nema eitt þúsund krónur, fullt af fólki keypti einhver rauð trúðanef úr plasti á 500kr og fannst það vera góð fjárfesting, berið þessar tvær saman og þið vitið hvað er rétt.

Takk fyrir,
Daníel Tryggvi Thors

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Lýsi og sorg

Fékk mér lýsi áðan. Á flöskunni stóð að það væri líka sítrónubragð af því, lygi!
Ég sullaði líka smá á höndina mína og núna sit ég fastur með þennan óþvera í langan tíma.
Ég er búinn að þvo mér tvisvar um hendur með sápu en það gerði ekkert gagn og ef ég reyni aftur fæ ég handaþurk, sápa fer illa með mig og ég fíla ekki handaáburð.
Ojj.

Ég fór í sturtu áðan. Alltaf þegar ég er í sturtu þá hlusta ég líka á útvarpið. Stöðin sem varð fyrir valinu í þetta skiptið var FM95,7 og þátturinn kósý. Að hlusta á hugljúf lög í sturtu er mega, mega mega. Fólk getur hringt inn í þáttinn og beðið um óskalag, sem einhver gæji einmitt gerði.
Maður fékk ekki að heyra í honum en þáttastjórnandinn sagði að ungur töffari hafði hringt í sig með sérstök skilaboð og óskalag.
Skilaboðin voru til allra einhleypu strákanna og stelpnanna þarna úti(s.s. á Íslandi), þau áttu ekki að missa vonina. Þar sem ég er ekki á föstu tók ég þetta auðvitað til mín og veit núna að ég má ekki missa vonina, sem ég mun ekki gera, þökk sé leyni-töffaranum sem bað um óskalag.
Ég hefði látið þetta sem vind um eyru þjóta ef hann hefði beðið um eitthvað annað lag en hann gerði, öll önnur lög en hann valdi. Celine Dion - All By Myself.
Þessi ungi töffari sem situr heima í ástarsorg fór líklegast að gráta þegar lagið hans kom, þetta var einum of hjartnæmt. Greyið mitt...

Takk fyrir að gefa mér vonina aftur.

föstudagur, október 06, 2006

Sögur

Mér finnst alltaf jafn gaman að segja sögur frá því þegar ég var í Hong Kong.
Það verður aldrei þreytt að segja skandal-samar sögur frá því ég gerði einhverja skandala í Hong Kong. Ef þið hafið áhuga á að lesa um það sem ég lenti í getiði flett í gegnum liðna mánuði hérna frá mér, algjör fornaldarfrægð. Mér þykir líka alveg geðveikt þegar ég frétti af fólki sem ég þekki ekkert svo mikið lengur er búið að lesa bloggið mitt og segja sögur um mig, það er MEGA!
Ég ætla að leggja mig allan fram við að lifa jafn skandal-sömu lífi og ég lifði úti, það var geðveikt gaman.
Ég skal alveg tileinka næstu nokkrum djömmum í að segja skemmtilegar sögur og þið verðið bara að vera á staðnum til að heyra allt þetta kræfa sjitt sem kom aldrei á blogginu, Daníel unsencored!

Núna er ég kominn í frí fram á næsta miðvikudag svo að ég mun eyða öllum næstu dögum í eitthvað rugl, verður mega. Ýkt mega geggjað. Sjáumst þá.