fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Hvað er ég að gera?

Skólinn er byrjaður og lífið er að færast í samt horf, ég er nánast alveg kominn heim.
MH er fínasti skóli og ég er búinn að kynnast bönsj af svölu liði, góð hugmynd að skipta.
Það besta við MH er gamla ritvélin sem er á leikfélagsborðinu í norðurkjallarla.
Ég eyði frítímanum mínum í að skrifa sögur um hvernig var í Hong Kong og nýja drykkinn sem ég fann upp, eplasvala blandað út í gin og tonic.

Um daginn var svaka garðveisla hjá okkur þar sem allir ættingjar gamla fólksins í húsinu komu í heimsókn og drukku sig full með mér, æði.
Svo var annað partí daginn áður, sushi-partí. Þá kom eitthvað gengi heim til mín og borðaði allt góða sushi-ið sem ég og fjölskyldumeðlimir mínir höfðu búið til.
Ég spilaði mjög stóra rullu í sushi-gerðinni en ég var gæjinn sem stóð fyrir aftan og veitti andlegan stuðning og slúðraði.

Menntaskólarnir að hefjast. Böll að byrja. Kanarnir að fara úr landi. Ísrael að varpa eldflaugum. Daníel í tölvunni.

Engin ummæli: