Lífið gengur, eins og venjulega.
Síðan ég kom heim hefur heimsóknum á síðuna fækkað og það er ég ekki mjög sáttur við.
Ég veit að það er ógeðslega exótískt að lesa blog hjá íslenskum unglingi stöddum í Hong Kong en Ísland getur líka verið áhugavert. Ég hef að vísu gert margar tilraunir til að blogga þar sem ég enda með að eyða færslunni áður en ég sendi hana inn á síðuna sem segir að það sé smá minna að gerast hjá mér, ég túlkaða allavega þannig.
Mér fannst geggjað gaman að slúðra um fjölskylduna mína úti en það gengur bara ekkert hérna heima því að þetta er alvöru fjölskyldan mín og ég ætla varla að fara að skrifa um að ég hafi gengið inn á pabba minn á fíla g-streng eða í latex búning, það gengur einfaldlega ekki.
Kannski ætti ég bara að búa til blog á kínversku sem enginn á Íslandi getur lesið og fjallað um ykkur, kæru lesendur. Það væri geggjuð hugmynd.
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli