Daníel er byrjaður að keyra.
Í kvöld tók ég laugarann og meira flipp með stjúpmóður minni Auði.
Ég var svoldið stressaður áður en ég byrjaði því ég var alveg bókaður á því að ég kynni þetta ekkert lengur, náttúrulega ekkert búinn að keyra í heilt ár(svo hafði ég bara verið með bílprófið í ca. tvær vikur áður en ég fór til Hong Kong) en ég klárlega massaði þetta og gerði engin stór mistök(fyririr utan óhappið með gömlu konuna).
Alltaf gaman að keyra, börnin góð. Þetta var klárlega ekki síðasti túrinn minn og ég efast ekki að það komi fleiri sögur um þá, ekki mjög jákvæðar samt...
Helgin er byrjuð og fólk er jafnvel byrjað að hella í sig öli er ég skrifa þessi orð.
Drekkið ekki of mikið og lifið heil!
e.s. Ég heyrði æðislegt orð í dag. Manndómur. Geggjað.
föstudagur, ágúst 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli